Dagur 4 – fýluferð og vélmenni

Posted On 5. August 2007

Filed under Uncategorized

Comments Dropped leave a response

Feðgarnir sváfu út að vanda (til kl. 11). Síðan var morgunmaturinn framreiddur:

Vésteinn: Hann var frábært. Rosalega vel framreiddur. Þetta var eggjahræra með eggjum, grískum fetaosti og rosmaríni sem vex í eldhúsglugganum. Pabbi sá um þessa snilld.

Eftir þetta var haldið á stað sem merkir treyjur o.fl. Því miður reyndist lokað á laugardögum og því var ákveðið að fresta merkingunni alla vega fram yfir helgi. Síðan fóru þeir í plötubúð og græjubúð og svo í Saturn. Vésteinn ætlaði að kaupa þar tölvuleik:

Vésteinn: Þetta var tölvuleikur sem heitir Guitar Hero 2. Hann er reyndar mjög miklu ódýrari hérna heldur en heima. Hann kostar hér €80 en á Íslandi 13.000kr. Ég hætti síðan við að kaupa hann af því hann var ekki til á ensku heldur bara þýsku. Pabbi var ekkert mjög hress með að ég væri kaupa þennan leik og var því mjög glaður þegar það kom í ljós að hann var ekki til á ensku.

Að þessu loknu eyddu feðgarnir klukkutíma í matvörubúð enda voru þeir ekki búnir að ákveða hvað þeir ætluðu að versla. Svo var haldið heim og horft á tímatökuna í formúlunni (siðustu 5 mínúturnar). Seinna um daginn héldu þeir svo niður í miðbæ Vínar í bíóferð.

Vésteinn: Við fórum á mynd sem heitir Transformers. Hún er víst um vélmenni sem koma úr geimnum til að bjarga jörðinni. Þetta endaði auðvitað vel (eins og eiginlega alltaf) og mér fannst myndin fín (pabba líka). Við sátum uppi á svölum í þessu bíói og það eru engar pásur í austurrískum bíóhúsum.

transformers.jpg

Síðan löbbuðu feðgarnir alla leið heim. Pizza var sett í ofninn og seinna fór Vésteinn á netið og sýndi gamla manninum leikinn World of Warcraft (Heimur vopnasmiða).

Pabbi: Þetta lítur út fyrir að vera frábær leikur. Endalausir möguleikar og örugglega rosalegur tímaþjófur. Þess vegna ætla ég ekki að byrja á honum í bili en þegar ég kem heim ætla ég að kíkja á Vésteinn þegar hann er kominn með 50 punkta (er með 47 núna).

Á netinu komst Vésteinn síðan að því að ManUn er LÍKA komið með nýja varatreyju!!!! Eins gott að peningunum var ekki eytt í tölvuspil!

manchester-united-07-08-away-kit.jpg

Advertisements

Dagur 3 – Flottasta treyjan í Vín

Posted On 4. August 2007

Filed under Uncategorized

Comments Dropped one response

Föstudaginn fyrir verslunarmannihelgi fóru feðgarnir auðvitað í verslunarferð. Fyrst litum þeir inn á íþróttadeildina í Gerngross (Sports Experts). Þar var m.a. hægt að kaupa áritaðar treyjur frá Rapid Wien. Síðan skelltu þeir sér í Saturn. Þar eru t.a.m. seldir tölvuleikir og leikjatölvur. Eftir nána eftirgrennslan komust feðgarnar að því að það var ekki hægt að kaup PSP vél í búðinni. Það er varla hægt að fá hana í öllu Austurríki en skýringin er víst einhver galli. Pabbi keypti sér síðan vírusvörn (til að verða ekki kvefaður fyrir sýningu). Síðan fengu þér sér pizzur á Frascati en hvernig smakkaðist?

Pabbi: Vésteinn var þokkalega sáttur við sína og náði að klára en ég var alls ekki ánægður. Þetta var í annað sinn á stuttum tíma sem ég kaupi pizzu með sveppum þar sem sveppirnir koma úr niðursuðudós!!!! Ætti að banna það með lögum. Síðan þegar ég bað um pepproncinoolíu þá fékk ég ameríska tabasco sósu!!!! Ætti líka að herða viðurlög við svoleiðis löguðu. Ég borðaði því aðeins hálfa pizzu og kvartaði þegar ég greiddi reikninginn.

Þá villtust þeir inn í tölvuleikjabúð sem heitir “Forritafrumskógurinn” (Software Dschungel). Þaðan sluppu þeir ómeiddir út og var þá lagt af stað heim á leið. En þá gerðist hið ótrúlega!:

Vésteinn: Ég fann Nikebúðina en pabbi sá hana ekki fyrr en við vorum komnir alveg upp að henni. Þar fann þessa frábæru treyju á 70€. Nýja ManUn treyjan. Hún er ólík þeirri gömlu að því leiti að rauði liturinn er ljósari, hvíta röndin í v-hálsmálinu er horfin og það er komnar hvítar rendur neðst og efst á bakið. Ég keypti mér eina treyju í stærðinni L (passar ekki á pabba).

manun.jpg

Eftir þetta var haldið heim á leið. Kallinn fór að syngja en eftirlét syninum fartölvuna til að geta horft á einhverja sjónvarpsþætti af dvd. Það varð samt lítið úr því því að nýja vírusvarnarforritið skannaði tölvuna allt kvöldið alveg þangað til pabbi kom aftur heim. Kvöldið var því heldur viðburðalítið en það voru samt gleðifréttir þann daginn:

Vésteinn: Varalið ManUn vann liðið Donchester (úr 2. deildinni) með 2ja marka mun. Gibbson og Even skoruðu. Þetta var ekki mikilvægur leikur nema kannski fyrir sjálfstraustið. Á móti Chelsea á sunnudaginn er mikilvægur leikur (samfélagsskjöldurinn, bara einn leikur, Meistari meistaranna). Leikurinn mun fra 2:0 fyrir ManUn (Rooney og Ronaldo skora).

Dagur 2 – Karambol og fjölskylda með guluna

Posted On 3. August 2007

Filed under Uncategorized

Comments Dropped 2 responses

Feðgarnir sváfu báðir dálítið frameftir enda þreyttir eftir daginn á undan. Eftir nokkrar skeiðar af “Landástarjógúrti” héldu þeir niður í óperu þar sem sá gamli þurfti að ganga frá nokkrum málum. Eftir það röltu þeir niður í miðborg Vínar í glaða sólskyni og hita. Þar fengu þeir sér hádegismat á McDonald’s en þess ber að geta að annar þeirra fékk sér bara salat! Eftir ítalskan ís og kaffi röltu þeir síðan á billjardbúllu nálægt Naschmarkt. Þar hittu þeir Josef Brustmann, vin pabba og tóku við hann leik í Karambol. En út á hvað gengur Karambol og er þetta skemmtilegur leikur?

Vésteinn: Þetta er líkt billjardi má segja, það eru bara þrjár kúlur inná en engar holur. Síðan áttu t.d. að reyna að skjóta gulu kúlunni í hvítu og síðan í rauðu líka. Þetta er talsvert erfitt og þokkalega skemmtilegt. Leiknum lauk þannig: Brustmann 70 stig, Pabbi 64 stig, Vésteinn 15 stig (Haukamet).

karambol.jpg

Að leik loknum settust Bakkabræður á tyrkneskan (aftur) skyndibitastað. Þeir eldri fengu sér bjór en Vésteinn tók kók og Kebab sem reyndist alls ekki sem verst. Svo héldu feðgar heim en fóru skömmu síðar út aftur. Nú var stefnan sett á Haydnbíóið á Maria Hilfer Strasse en þar eru bíómyndir sýndar án þess að hafa verið talsettar. Hin gula fjölskylda Simpsons varð fyrir valinu og skemmtu Hómer og félagar þeim feðgum fram eftir kveldi. En er myndin þess virði að sjá hana og er hún kannski betri á íslensku?

Vésteinn: Jú hún er bara vel gerð, vel skrifuð og fyndin. Það er s.s. alveg peninganna virði að sjá hana. Hún er örugglega ekki betri á íslensku; það er erfitt að talsetja svona myndir. Ég er reyndar ekki búinn að sjá hana á íslensku.

simpson.jpg

Dagur var kominn að kveldi og því lítið meira á dagskrá.

Dagur 1 – Tyrkneskur morgunmatur og brúðkaup á ítölsku

Posted On 2. August 2007

Filed under Uncategorized

Comments Dropped leave a response

Eftir svefnlaus nótt tóku Vésteinn og Sigga flugvallarrútuna niður á Vínarborg. Sól skein í heiði og hitastigið var þægilegt. Þar hittu þau pabba og ákváðu feðgarnir að slást í för með Siggu að borða morgunmat ásamt Gunný og Sæunni Líf sem reyndar er ekki enn orðin eins árs. Var hugmynd Gunnýar að fara á tyrkneskan stað til að borða vel tekið en þar sem hún “mundi ekki alveg” hvað sá staður var tók þetta allt frekar langan tíma. Eftir langa gönguferð settist hópurinn síðan niður á þessum tyrkneska veitingastað og pantaði tyrkneskan morgunmat. En hvernig smakkaðist?

Vésteinn: “Það voru egg og mikið af brauði, tómatar og gúrkur, omiletta með geitaosti. Ég fékk mér eggin og grænmetið og smá brauð. Þetta smakkaðist ágætlega.”

Síðan héldu feðgarnir í íbúðina sem sá gamli er með í láni en hún er í 6. hverfi í Vín. Eftir að hafa sofið 4 klukkutíma fór Vésteinn í sparifötin (stórglæsileg) og rölti svo með gamla manninum niður í Theater an der Wien. Þar horfði hann á kallinn syngja og leika hlutverk Bartolos í frumsýningu á Brúðkaupi Figarós. Sýningin var 4 klukkutímar og á ítölsku en með þýskum texta. En um hvað fjallar þessi ópera?

Vésteinn: “Hún fjallar um svik og ást. Mér fannst sýningin fín en ég skyldi voðalega lítið.”

Eftir sýninguna héldu feðgar í örlítið frumsýningarhóf og síðan á ítalskan veitingastað en þar borðaði Vésteinn spagetti með kjötsósu. Síðan var haldið heim á leið og farið í háttinn.

Svefnlaust næturflug!

Posted On 2. August 2007

Filed under Uncategorized

Comments Dropped leave a response

Katrín Jóna keyrði strákinn sinn fyrst til Keflavíkur. Þar var tekið stutt stopp hjá ömmu Heiðu og smá næring sett í magann fyrir flugið: Popp og ís! Eftir að hafa lofað ömmu sinni að kaupa nammi og kókosbollur handa pabba á flugvellinum fóru mæðginin upp á flugvöll. Á leiðinni tóku þau Siggu Aðalsteins, vinkonu pabba með en þannig hitti á að hún var einmitt á leið til Vínar með sama flugi. Klukkan 22:30 voru þau kominn upp á flugvöll og eftir check-in og vopnaleit var haldið í smá verslunarferð í fríhöfninni. Því miður voru engan kókosbollur til á flugvellinum en þeim mun meira af lakkrís keypt í staðinn. Svo var haldið út í vél (Lauda Air) og klukkan hálf eitt að nóttu hófst flugvélin á loft. En hvernig gekk flugið?

Vésteinn: Það gekk bara vel, svona þannig séð. Ég svaf ekkert alla vega. Flugið var 3 klukkutímar og 45 mínútur. Sigga fékk sér “kjúklingaeitthvað” að éta en ég ekki neitt. Ég reyndi að sofa en las einn kafla af síðustu Harry Potter bókinni (eða Harry Porter eins og amma Heiða kallar hann.”

lauda7721.jpg